Samtök um lýðræði og almannahag

25/02/2009

Hver erum við?

Filed under: ritstjórn — almannahagur @ 11:17 f.h.

Samtök um lýðræði og almannahag eru samtök fólks sem er fyrst og fremst lýðræðissinnað og krefst þess að Íslandi verði hér eftir stjórnað lýðræðislega og með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. 

Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og berjast fyrir almannahag og lýðræðis- samfélagi sem hafnar forræði og forréttindum stjórnmálaflokka samtímans.  Samtökin telja augljóst að ríkisstjórnir Íslands til langs tíma og stjórnmálaflokkarnir að baki þeim hafi glatað öllum tengslum við raunverulegt líf fólksins í landinu. 

Samtökin telja einnig að allir núverandi stjórnmálaflokkar séu með einum eða öðrum hætti bundnir á klafa sérhagsmuna og/eða hugmyndafræði sem sé andstæð víðtækum almannahagsmunum og að augljóst sé að nánast öll stjórnarandstaða, hverju nafni sem hún nefnist, bíði ætíð og aðeins eftir að komast að nægtaborðinu sjálf. 

Samtökin eru álitsgjafar í þeim málum sem hvað brýnast brenna á þjóðinni hverju sinni og áskilja sér jafnframt rétt til að tjá sig um hvaða málefni sem er. 

Samtökin eru grasrótarhópur og aðilar að Samstöðu bandalagi grasrótarfélaga

 

Ályktanir samtakanna: 

Uppgjör ICESAVE og annarra skulda fjárglæframanna, 11. mars 2008.

Krafa um aðgerðir á málefnum heimilana, 2. mars 2008.

Krafa um persónukjör í kosningum, 23. febrúar 2008. 

Kjör til stjórnlagaþings og endurskoðun stjórnarskrár, 18, febrúar 2008. 

Netfang: almannahagur@gmail.com

Auglýsingar

Bloggaðu hjá WordPress.com.